Hafliði fékk æðstu viðurkenningu R&A

Hafliði Skúlason, vallarstarfsmaður Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar er til vinstri …
Hafliði Skúlason, vallarstarfsmaður Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar er til vinstri á myndinni. gkg.is

Hafliði Skúlason, vallarstarfsmaður Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, fékk um helgina æðstu viðurkenningu sem The Royal and Ancient Golfclub of St.Andrews veitir á hverju ári.

Hafliði er að ljúka námi sínu í golfvallafræðum við Elmwood College í Skotlandi og er hann sá eini sem fær Evrópuskólastyrk frá R&A á þessu ári. Frá þessu er greint á vef GKG.

Hafliði var að sjálfsögðu mættur í Skoskum klæðnaði Skotapilsi af Black Watch gerð er hann tók við viðurkenningunni.

Aðspurður sagði Hafliði: „Það var magnað að stíga fæti inn í helgasta (og lokaðasta) musteri Golfsins; Klúbbhús Royal and Ancient. Ekki það að ég hafi sóst eftir því, heldur var mér bara boðið. Ljósmyndatökur eru stranglega bannaðar innandyra sanbúðarmönnum til notkunar ívo ekki voru teknar neinar myndir nema af inn kynningarstarfi R&A. Þetta er lifandi safn. Ég sá ekki bara fiðurboltana frægu, Golfkylfur Old Tom Morris og alla bikarana heldur svo margt margt annað. Heyrði fullt af sögum. Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt.“

Meðlimir Royal and Ancient eru 2400 talsins og þar af eru 1200 þeirra sem búa utan Bretlandseyja. Enginn biðlisti er í klúbbinn þar sem væntanlegum meðlimum er eingöngu boðin innganga. Flestir félagsmenn koma bara einu sinni til tvisvar á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert