Birgir Leifur: „Er á réttri leið“

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters

„Ég er að sjálfsögðu ánægður með að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á fjórða mótinu í röð á Evrópumótaröðinni. Það sýnir að ég er á réttri leið og í dag hefði ég átt að gera betur. Ég fékk þrjá mjög klaufalega skolla en fimm fuglar voru það sem skipti öllu máli. Það skiptir öllu máli á þessum velli að taka rétta ákvarðanir og vera með réttu kylfuna í höndunum þegar höggið er slegið,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson við mbl.is rétt í þessu.

Daniel Vanicsik frá Argentínu er efstur eins og staðan er þessa stundina en hann er samtals á 10 höggum undir pari.

Birgir var í 196. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar fyrir mótið í Portúgal en það er ljóst að hann þokast eitthvað upp listann eftir þetta mót en aðeins 115 efstu í lok keppnistímabilsins fá að halda keppnisrétti sínum á næsta keppnistímabili.

Skorkort Birgis Leifs.

Staðan á mótinu.

birgirleifur.blog.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert