Keilir og GKG leika til úrslita um titilinn í Eyjum

Auðunn Einarsson
Auðunn Einarsson mbl.is/seth@mbl.is/golf@mbl.is

Keilir og GKG leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild karla í sveitakeppninni í golfi í Vestmannaeyjum á morgun. Golfklúbbur Setbergs og Golfklúbbur Akureyrar féllu í 2. deild.

Keili hafði betur gegn Kili úr Mosfellsbæ í undanúrslitum í dag, 3/2, en Kjölur hafði titil að verja. GKG vann GS, 3/2.

Auðunn Einarsson úr Keili hafði betur gegn Sigurpáli G. Sveinssyni á 22. holu í undanúrslitaleiknum og tryggði hann Keili sigur. Sigmundur Einar Másson lagði Ólaf Jóhannesson á 20. holu í síðustu rimmu GKG og GS og tryggði Sigmundur GKG sæti í úrslitaleiknum.

GR vann GSE í úrslitum um fall í 2. deild og GV hafði betur gegn GA í hinum úrslitaleiknum um fallið í 2. deild. Leynir frá Akranesi og Nesklúbburinn leika í 1. deild að ári.

GKG – GS 3/2

Brynjólfur Einar Sigmarsson/ Kjartan Dór Kjartansson - Davíð Viðarsson/Bjarni Sigþór Sigurðsson 1/0
Ottó Sigurðsson - Davíð Jónsson 4/3
Birgir Leifur Hafþórsson - Örn Ævar Hjartarson 4/2
Guðjón Henning Hilmarsson - Sigurður Jónsson 6/5
Sigmundur Einar Másson - Ólafur H. Jóhannesson 1/0 á 20. holu.

Kjölur – Keilir 2/3

Davíð Már Vilhjálmsson/ Ingi Rúnar Gíslason - Axel Bóasson/Haukur Jónsson. 1/0.
Heiðar Davíð Bragason - Sigurþór Jónsson 2/1.
Kristján Þór Einarsson Björgvin Sigurbergsson 2/1
Magnús Lárusson - Hlynur Geir Hjartarson 3/2
Sigurpáll Geir Sveinsson - Auðunn Einarsson 1/0 á 22. holu.

Liðsstjórarnir hafa nú þegar tilkynnt hvaða kylfingar mætast í úrslitaleiknum.

GKG - Keilir

Fjórmenningur:

Brynjólfur Einar Sigmarsson/ Kjartan Dór Kjartansson - Haukur Jónsson/Axel Bóasson.
Birgir Leifur Hafþórsson - Hlynur Geir Hjartarson.
Ottó Sigurðsson - Sigurþór Jónsson.
Guðjón Henning Hilmarsson - Björgvin Sigurbergsson.
Sigmundur Einar Másson - Auðunn Einarsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert