Birgir endaði á 12 höggum yfir pari samtals

Birgir Leifur Hafþórsson á Leopard Creek vellinum í Suður-Afríku.
Birgir Leifur Hafþórsson á Leopard Creek vellinum í Suður-Afríku. Reuters

Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni á 12 höggum yfir pari samtals á Suður-Afríku meistaramótsins í golfi sem fram fer á Pearl Valley vellinum. Hann lék á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari. Birgir fékk skolla (+1) á 15. braut en fram að því hafði hann fengið tvo fugla (-1) og einn skramba (+2) en aðrar brautir lék hann á pari.

Birgir er í 52.- 57. sæti af alls 69 kylfingum sem komust í gegnum niðurskurðinn en alls hófu 150 kylfingar keppni. Þetta er annað mótið hjá Birgi á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Alfred Dunhill meistaramótinu í síðustu viku. Næsta mót á Evrópumótaröðinni fer einnig fram í Suður-Afríku, en það hefst 10. janúar á Royal Johannesburg & Kensington golvellinum. 

Oliver Wilson frá Englandi er efstur fyrir lokadaginn en hann er á 4 höggum undir pari samtals og Suður-Afríkumaðurinn James Kingston er annar á 3 höggum undir pari. Keppni lýkur síðdegis í dag en síðustu ráshópar mótsins eiga enn eftir að hefja leik.

Staðan á mótinu. 

Skorkort Birgis Leifs

Gamla brýnið Greg Norman er á meðal efstu manna fyrir lokadaginn en „Hvíti hákarlinn“ er samtals á einu höggi yfir pari og er hann í10. sæti ásamt fleiri kylfingum. Retief Goosen frá Suður-Afríku er á 2 höggum yfir pari en Ernie Els lék ekki vel í gær og er hann á 8 höggum yfir pari. Þess má geta að Birgir Leifur lék betur en Ernie Els í gær en Birgir var á 75 höggum en Els var á 77 höggum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert