Franskur nýliði efstur í Kína

Markus Brier fagnaði sigrinum í fyrra á Opna kínverska meistaramótinu.
Markus Brier fagnaði sigrinum í fyrra á Opna kínverska meistaramótinu. Reuters

Michael Lorenzo-Vera frá Frakklandi, sem er nýliði á Evrópumótaröðinni í golfi, er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á Opna kínverska meistaramótinu sem hófst í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Lorenzo-Vera er 23 ára gamall og lék hann fyrsta hringinn á 67 höggum.

Heimamaðurinn Li Chao er annar, einu höggi á eftir Frakkanum, en fimm aðrir kylfingar deila öðru sætinu með Chao. Þeir eru: Simon Griffiths, Jason Knutzon, Joost Luiten, Damien McGrane, Zane Scotland og  Richard Finch. Þess ber að geta að Zane Scotland er Englendingur, ekki Skoti.

Markus Brier frá Austurríki hefur titil að verja á þessu móti en hann lék á 71 höggi á fyrsta hringnum og er hann í 18. sæti.

Staðan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert