Hlær alla leið í bankann

Kátir voru karlar.
Kátir voru karlar. Reuters

Þeir eru margir sem öfunda Steve Williams. Ekki aðeins vinnur kappinn aðeins eina til tvær vikur í hverjum mánuði heldur eru tekjur hans ekkert smáræði. Fyrir það eitt að halda á golfpoka af og til þénar Williams 145 milljónir króna á ári.

Williams er auðvitað kylfuberi Tiger Woods og hefur verið það um níu ára skeið og það starf er ekki amalegt þegar vinnuveitandinn sigrar mót eins oft og hann kærir sig um en kylfuberar á PGA mótaröðinni fá tíu prósent alls þess sem spilari þeirra vinnur í verðalaunafé.

Hefur Williams þénað 1.4 milljarð króna þann tíma sem hann hefur borið golfpoka Woods og þótt hann sé ekki í þeim skala að láta Elton John spila undir í afmælinu sínu eru tekjurnar fínar miðað við vinnuna en hending er ef Woods keppir oftar en tvisvar í hverjum mánuði þessa dagana. 

Þess utan er Williams nú kominn í frí til áramóta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert