Tiger kominn aftur... sem kylfusveinn

Tiger mættur aftur leik leiks í golfið en ekki alveg …
Tiger mættur aftur leik leiks í golfið en ekki alveg á sömu forsendum. Reuters

„Góðan daginn. Ég heiti Tiger Woods og ætla að vera kylfusveinninn þinn í dag. Gleður mig að kynnast þér.“ Einhvern veginn svona voru fyrstu samskipti fremsta kylfings heims og hins 59 ára gamla John Abel á Torrey Pines í gær.

Hann er mættur að nýju á golfvöllinn eftir langt hlé þessi fremsti kylfingur heims en á nokkuð öðrum forsendum en venjulega. Hann var að uppfylla sinn hluta samnings við bílafyrirtækið Buick en kaupendur slíkra bifreiða geta ár hvert tekið þátt í útdrætti þar sem verðlaunin eru þau að Tiger Woods verður kylfusveinn í einn dag.

En sé hinn venjulegi áhugamannakylfingur með hnút í maganum við venjulegar kringumstæður hlýtur að vera yfirgengilega erfitt að spila með besta kylfing heims á pokanum.

„Ég var taugahrúga fyrstu þrjár til fjórar holurnar,“ lét Abel hafa eftir sér en viðurkenndi að reynslan hefði verið stórkostleg. „Hann kenndi mér svo margt og var svo mannlegur og vingjarnlegur að ég gleymdi taugaspennunni alveg eftir fyrstu holurnar. Erfiðast var að afhenda honum kylfurnar eftir höggin. Það er eitthvað óþægilegt við að sjá Tiger þurrka kylfurnar þínar og bera pokann þinn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert