Tiger Woods boðar til fundar á föstudag

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods ætlar að tjá sig um einkalíf sitt og framtíðaráform sín á föstudaginn. Woods hefur ekki sést eða talað á opinberum vettvangi frá því í lok nóvember en einkalíf hans hefur verið helsta fréttaefnið á þeim tíma.

Umboðsmaður Woods segir að kylfingurinn ætli ekki að halda fréttamannafund með formlegum hætti en hann mun ræða við fjölmiðla í höfuðstöðvum PGA á Sawgrass vellinum. 

Eins og áður segir hefur einkalíf kylfingsins verið fréttaefni fjölmiðla undanfarna mánuði og hefur hann ekki tekið þátt á golfmótum á þeim tíma. 

Tiger Woods ætlar að ræða málin við fjölmiðla á föstudaginn.
Tiger Woods ætlar að ræða málin við fjölmiðla á föstudaginn. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert