Axel Rúdolfsson er ABC bikarmeistari 2010

Axel Rúdolfsson með verðlaunagripinn.
Axel Rúdolfsson með verðlaunagripinn. www.mbl.is

Í gær fór fram úrslitaleikurinn í ABC bikarnum í golfi á Urriðavelli. Til úrslita léku þeir nafnarnir Axel Þórir Alfreðsson úr GK og Axel Þór Rúdolfsson úr GR en þeir eru báðir með rúmlega 8 í forgjöf.

Þessa dagana er ræst út á 10. teig á Urriðavelli. Tvær fyrstu holurnar féllu hjá nöfnunum, en Alfreðsson vann holuna á 12. braut með frábærum fugli, en hann átti misheppnað annað högg á brautinni og setti síðan inn á flöt af 160 metrum og einpúttaði.


Rúdolfsson vann síðan 13. og 14. og því átti þá eina holu, en Alfreðsson svaraði með að vinna tvær í röð og var þá aftur kominn eina yfir. Rúdolfsson vippaði í á 17. fyrir góðum fugli, vann holuna og allt jafnt aftur. 18. féll og því voru þeir jafnir eftir níu holu keppni.


Axel Rúdolfsson vann svo 1., 3. og 5. braut, en Axel Alfreðsson jafnaði jafnharðan á 2., 4. og 6. braut og því allt jafnt eftir 15 holur.
Axel Rúdolfsson vann svo 16. holuna (7. braut vallarins) og átti því eina þegar tvær voru eftir. Á 17. braut sló Axel Rúdolfsson aðeins of langt, boltinn fór í hraunið, en kom tilbaka og inn á flöt.

Axel Þórir Alfreðsson var aðeins og langur líka, en var óheppinn því boltinn fékk slæma legu alveg upp við hraunið. Axel Rúdolfsson vann holuna og var því búinn að vinna leikinn og er þar með ABC bikarmeistari 2010 og tekur við titlinum af Sigurpáli Geir Sveinssyni sem sigraði í fyrra.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert