Þyngsti dómur síðari ára

Grafarholtsvöllur.
Grafarholtsvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

Óvenjuþungur dómur féll hjá aganefnd Golfsambands Íslands þegar íslenskur kylfingur var dæmdur í árs keppnisbann hinn 10. október síðastliðinn. Málavextir voru þeir að kylfingurinn fékk frávísun úr opnu móti á vegum Golfklúbbs Bakkakots í Mosfellsdal í ágúst í sumar.

Breytti hann skori sínu á einni holu eftir að ritari hans hafði skrifað undir skorkortið og var ritaranum ekki kunnugt um breytinguna enda höfðu þeir verið sammála um skorið á hringnum.

Um þetta atriði er ekki deilt en í málsvörn kylfingsins kom fram að hann hefði haldið utan um skor sitt á öðru skorkorti og ætlað að breyta skorinu á einni holu á því skorkorti til að sjá hver niðurstaðan hefði orðið hefði honum tekist betur upp á tiltekinni holu. Breytti hann skorinu úr 5 höggum í 3 á 9. holu vallarins sem er par 3. Hann hafi í gáleysi breytt skorinu á skorkortinu sem skilað var inn til mótstjórnar.

Aganefnd þótti málsvörnin ekki trúverðug og dæmdi kylfinginn í ársbann á þeim forsendum að hann hefði reynt að hafa rangt við í mótinu með óheiðarlegum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert