McIlroy nánast úr leik í Suður-Kóreu

Árið 2013 verður ekki eftirminnilegt hjá Rory.
Árið 2013 verður ekki eftirminnilegt hjá Rory. AFP

Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy er ekki lengur í baráttunni um sigurinn á opna suðurkóreska mótinu eftir að spila þriðja hringinn á 75 höggum eða fjórum höggum yfir pari.

McIlroy hóf þriðja hringinn aðeins tveimur höggum á eftir efstu mönnum en er nú tíu höggum frá efsta sætinu. Samtals er hann á einu höggi yfir pari eftir þrjá hringi.

Ekkert hefur gengið hjá McIlroy á árinu eftir að hann skipti um kylfur en mótið í Suður-Kóreu er það fyrsta sem hann tekur þátt í eftir að honum tókst ekki að öðlast keppnisrétt á PGA-meistaramótinu.

Norður-Írinn hefur þó ekki gefist upp í Suður-Kóreu. „Síðast þegar ég spilaði hérna (2011) fór ég lokahringinn á 64 höggum. Ég á einhverju svipuðu að halda eða aðeins betri hring ef ég á að eiga möguleika,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert