Kristján og Guðrún eru í toppsætunum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Kristján Þór Einarsson úr Kili í Mosfellsbæ og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili eru efst á stigalistum Eimskipsmótaraðarinnar í golfi eftir Íslandsmótið í holukeppni sem lauk á Hvaleyrarvellinum á sunnudaginn.

Kristján er kominn með 4.754 stig í karlaflokki eftir að hann hreppti Íslandsmeistaratitilinn í holukeppninni. Bjarki Pétursson úr GB, sem tapaði fyrir honum í úrslitaleiknum, er annar með 4.048 stig. Gísli Sveinbergsson úr Keili er þriðji með 3.312,50 stig.

Guðrún Brá, sem varð fjórða í holukeppninni, varð önnur á tveimur fyrstu mótum tímabilsins og er efst þótt hún hafi ekki unnið mót í sumar. Hún er með 4.537,50 stig. Sunna Víðisdóttir úr GR, sem hefur unnið tvö mótanna, er önnur með 4.432,50 stig og Berglind Björnsdóttir úr GR er þriðja með 4.327,50 stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert