McIlroy snarlega kippt niður á jörðina

Rory McIlroy lenti í alls kyns hremmingum á öðrum degi …
Rory McIlroy lenti í alls kyns hremmingum á öðrum degi mótsins. AFP

Norður-Írinn Rory McIlroy náði sér ekki á strik á öðrum degi Opna skoska meistaramótsins í golfi í dag eftir draumahring á fyrsta degi.

McIlroy setti vallarmet í gær þegar hann spilaði á 64 höggum eða sjö undir pari og var með forystu að loknum fyrsta degi. Það gekk hins vegar allt á afturfótunum hjá honum í dag og hann spilaði á sjö höggum yfir pari, eða fjórtán höggum verr en í gær, og er samtals á pari þegar keppni er hálfnuð.

Heimamaðurinn Marc Warren er efstur eftir að hafa leikið á sex höggum undir pari í dag, en hann deilir forystunni með Svíanum Kristoffer Broberg og Argentínumanninum Ricardo Gonzalez.

Phil Mickelson á titil að verja á mótinu, en hann er á einu höggi undir pari. Þekkt nöfn komust ekki í gegnum niðurskurðinn fyrir síðustu tvo keppnisdagana, þar á meðal Lee Westwood og Ian Poulter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert