Justin Rose vann annað mótið í röð

Justin Rose er sigursæll þessa dagana.
Justin Rose er sigursæll þessa dagana. AFP

Englendingurinn Justin Rose vann í gær sigur á Opna skoska meistaramótinu í golfi. Hann spilaði lokahringinn í gær á sex höggum undir pari og var samtals á 16 höggum undir pari, tveimur höggum betri en Svíinn Kristoffer Broberg sem varð annar. Rory McIlroy sem setti vallarmet á fyrsta degi endaði á sjö höggum undir pari

Þetta er annar sigur Rose í röð, en hann sigraði á Quicken Loans-mótinu fyrir hálfum mánuði. Englendingurinn hefur aldrei afrekað slíkt áður, en þetta var síðasta mótið fyrir Opna breska meistaramótið sem fram fer á Hoylake-vellinum um næstu helgi. yrkill@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert