Birgir Leifur er með tveggja högga forystu

Kristján Þór Einarsson er í toppbaráttunni og hér púttar hann …
Kristján Þór Einarsson er í toppbaráttunni og hér púttar hann í Leirdal í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Birgir  Leifur Hafþórsson er með tveggja högga forystu í karlaflokki og hann og Gísli Sveinbergsson eru þeir einu sem léku undir pari á fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi í Leirdalnum.

Birgir  Leifur Hafþórsson er með tveggja högga forystu og hann og Gísli Sveinbergsson eru þeir einu sem léku undir pari á fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi í Leirdalnum.

Endanleg staða eftir fyrsta daginn liggur nú fyrir. Hinn gamalreyndi Björgvin Þorsteinsson sem varð sex sinnum Íslandsmeistari á árum áður, og hefur unnið titilinn oftast ásamt Úlfari Jónssyni, var um tíma á meðal efstu manna á einu höggi undir pari en gaf eftir á seinni hlutanum.

Staða efstu manna er þessi:

66 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (-5)
68 Gísli Sveinbergsson, GK (-3)
71 Þórður Rafn Gissurarson, GR (0)
71 Sigmundur Einar Másson, GKG (0)
72 Bjarki Pétursson, GB
72 Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG
72 Aron Snær Júlíusson, GKG
72 Benedikt SVeinsson, GK
73 Andri Þór Björnsson, GR
73 Kristján Þór Einarsson, GKJ
73 Axel Bóasson, GK
73 Ólafur Björn Loftsson, NK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert