Ragnhildur og Ólafía efstar eftir annan hring

Ólafía Þ. Kristinsdóttir lék á einu höggi undir pari í …
Ólafía Þ. Kristinsdóttir lék á einu höggi undir pari í dag og slær hér af teig í dag. Styrmir Kári

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR heldur efsta sætinu eftir annan hring á Íslandsmótinu í golfi á Leirdalsvelli, en hún lék annan hringinn í dag á 71 höggi eða á pari vallarins og er samtals á fjórum höggum yfir pari.

Valdís Þóra Jónsdóttir var efst ásamt Ragnhildi eftir fyrsta hring, en Valdísi lék annan hringinn í dag á tveimur höggum yfir pari og er samtals á sex höggum undir pari.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 70 höggum í dag eða á einu undir pari, og er því samtals á fjórum höggum undir pari og deilir efsta sætinu ásamt Ragnhildi. Hún fékk meðal annars þrjá fugla í röð á seinni níu holunum.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í þriðja sæti á fimm höggum yfir pari, en hún leik annan hringinn í dag á einu undir eins og Ólafía. Fjórða er svo Valdís, tveimur höggum á eftir fremstu kylfingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert