Ólafía með forystu fyrir lokahringinn

Ólafía Þ. Kristinsdóttir er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn.
Ólafía Þ. Kristinsdóttir er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn. Styrmir Kári

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi á Leirdalsvelli, en hún lék þriðja hringinn í dag á þremur höggum yfir pari og er samtals á sjö höggum yfir pari.

Önnur er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en hún lék einnig á þremur yfir í dag og er samtals á níu höggum yfir pari. Þriðja er svo Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem lék á fimm höggum yfir í dag og er samtals á tíu höggum yfir pari.

Hin sextán ára Ragnhildur Kristinsdóttir missti flugið í dag eftir að hafa deilt forystunni eftir fyrstu tvo hringina. Hún lék á níu höggum yfir pari í dag og er sex höggum á eftir Ólafíu á þrettán yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert