Birgir Leifur: Unaður að ná markmiðum sínum

Birgir Leifur fagnar sigrinum í dag.
Birgir Leifur fagnar sigrinum í dag. mbl.is/EvaBjörk

Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, GKG, varð Íslandsmeistari karla í höggleik í sjötta skiptið í dag og jafnaði þar með met þeirra Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar.

Birgir var að sjálfsögðu alsæll með það þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum eftir sigurinn.

„Ég er hrikalega ánægður með það. Þetta var svo sem ekki markmið frá byrjun en þetta varð að markmiði seinna meir,“ sagðir Birgir Leifur og hélt áfram: „Það er unaður að ná markmiðum sínum,“ sagði Birgir Leifur.

Aðspurður hvort hann ætli fram úr þeim hvað varðar fjölda Íslandsmeistaratitla var Birgir Leifur ekki lengi að svara:

„Verður maður ekki að gera það?“ sagði Birgir Leifur brosandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert