Guðrún Brá: Ég reyndi en það var ekki nóg

Guðrún Brá á vellinum í dag.
Guðrún Brá á vellinum í dag. mbl.is/EvaBjörk

„Ég reyndi en það var ekki nóg,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir svekkt eftir að hafa lent í 2. sæti Íslandsmótsins í höggleik í golfi en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á sjö höggum yfir pari.

Guðrún Brá spilaði afar vel í dag, eða þar til á 16. holunni. Þá fékk hún tvöfaldan skolla.

„Ég var mjög ánægð þangað til á 16. holu. Ég tapaði á sextándu holu,“ sagði Guðrún Brá sem hafði fulla trú á því að hún gæti náð í sigurinn í dag.

„Já algjörlega. Við sáum það í fyrra að mótið er ekki búið fyrr en eftir síðustu holu,“ sagði Guðrún sem fór í umspil um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.

Guðrún Brá náði að minnka forskotið í eitt högg en þar við sat. „Ég fékk tvo fugla í röð og var búinn að lækka forskotið íeitt högg og það hefði allt getað gerst,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert