Ólafía: Þetta var spennandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fagnar Íslandsmeistaratitlinum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fagnar Íslandsmeistaratitlinum. mbl.is/Eva Björk

„Þetta var spennandi,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari kvenna í golfi. Ólafía spilaði vel í dag á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hún lék á þremur höggum yfir pari í dag, líkt og Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem lenti í 2. sæti. Samtals fór Ólafía hringina fjóra á 10 höggum yfir pari en Guðrún á 13 yfir pari.

„Ég er sátt, ég er með bikarinn,“ sagði Ólafía Þórunn afar glöð í bragði með sigurinn.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir sótti hins vegar hart að henni og fékk tvo fugla í röð á 13 og 14 en Ólafía lét það ekki á sig fá.

„Það var flott hjá henni [Guðrúnu]. Hún gerði þetta smáspennandi og setti smábaráttu í þetta. Ég hugsaði samt bara áfram með mitt,“ sagði Ólafía Þórunn sem var að vinna sinn annan Íslandsmeistaratitil en húnn vann mótið einnig árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert