Var nokkuð stöðug í sumar

Karen Guðnadóttir, stigameistari á Eimskipsmótaröðinni 2014.
Karen Guðnadóttir, stigameistari á Eimskipsmótaröðinni 2014. Ljósmynd/GSÍ

„Ég spilað nokkuð vel um helgina og reyndar var ég nokkuð stöðug í öllum mínum leik í sumar, lenti aldrei í rugli. Þegar ég lít yfir sumarið þá hefði ég gjarnan viljað ná nokkrum framúrskarandi góðum hringjum,“ sagði Karen Guðnadóttir, kylfingur GS, sem varð í gær stigameistari í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni.

Hún hafnaði í öðru sæti á sjöunda og síðasta móti sumarsins, lék á 18 höggum yfir pari og var fjórum höggum á eftir Tinnu Jóhannsdóttur, GK, sem vann mótið sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK, varð í þriðja sæti.

Karen varð stigameistari þótt hún ynni ekkert af mótunum sjö en þegar upp var staðið þá lék hún jafnbest allra keppenda. Karen varð í öðru sæti á tveimur mótum og í þriðja sæti á þremur. „Þetta er fyrsti stóri titillinn sem ég vinn í golfinu í fullorðinsflokki og er ánægð með það,“ sagði Karen þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gær.

Kristján Þór Einarsson, GKj, varð stigameistari í karlaflokki en hann hafði þegar tryggt sér verðlaunin áður en keppni hófst á Jaðarsvelli á laugardagsmorguninn.

Nánar í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Karen Guðnadóttir, stigameistari á Eimskipsmótaröðinni 2014.
Karen Guðnadóttir, stigameistari á Eimskipsmótaröðinni 2014. Ljósmynd/GSÍ
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert