Gísli í efsta sæti eftir fyrsta hring

Gísli Sveinbergsson.
Gísli Sveinbergsson. mbl.is/Styrmir Kári

Gísli Sveinbergsson, kylfingur úr Keili, er í efsta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á hinu sterka Duke of York-golfmóti sem hófst í Skotlandi í dag. Þetta kemur fram á kylfingur.is.

Gísli lék Royal Aberdeen-völlinn í Skotlandi á 69 höggum eða á tveimur höggum undir pari. Gísli, sem er A-landsliðsmaður og Íslandsmeistari í höggleik 17-18 ára, fékk alls fimm fugla og þrjá skolla á hringnum í dag. Hann er með eitt högg í forskot á næstu keppendur en alls eru 55 keppendur á þessu móti.

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR lék á 81 höggi eða á 10 höggum yfir parinu og er hún í 41. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert