Golfmót í minningu Hrafnkels

Hrafnkell Kristjánsson starfaði lengi sem íþróttafréttamaður á RÚV og lék …
Hrafnkell Kristjánsson starfaði lengi sem íþróttafréttamaður á RÚV og lék áður knattspyrnu með FH. Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir

Hrafnkelsmótið í golfi verður haldið í þriðja sinn á morgun, en leikið verður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og er ræst út frá kl. 10.00 - 15.00. Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi.

Mótið er haldið í minningu Hrafnkels Kristjánssonar sem starfaði sem íþróttafréttamaður hjá RÚV frá 2003 til dauðadags í desember 2009 þegar hann lést af slysförum, 34 ára. Hrafnkell lék einnig um hríð með meistaraflokki FH í knattspyrnu og lék fyrir yngri landslið Íslands í fótbolta.

Þátttökugjaldið á Hrafnkelsmótið er 5.000 krónur og rennur allt gjaldið óskert í Íþrótta- og afrekssjóð barna Hrafnkels. Hægt er að skrá sig í mótið á golf.is. Þá er einnig tekið við framlögum inn á reikning sjóðsins sem er 0544-04-766000, kt. 510810-0900. Keppt verður um verðlaun á mótinu, en einnig verður dregið úr skorkortum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert