Birgir Leifur í efsta sæti fyrir lokahringinn

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórson kylfingur úr GKG er í góðum málum eftir þrjá hringi á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í fer fram í Portúgal.

Birgir Leifur lék þriðja hringinn í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og er samtals á átta höggum undir parinu. Fyrir lokahringinn á morgun er hann í efsta sæti ásamt Spánverjanum Alfredo Heredia Garcia. 22 efstu kylfingarnir komast áfram svo Birgir Leifur er í góðum málum og hefur alla burði til að komast áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert