Arnór Snær í 11. - 13. sæti á Spáni

Helga Kristín Einarsdóttir lék best íslensku kvennanna.
Helga Kristín Einarsdóttir lék best íslensku kvennanna. mbl.is/Styrmir Kári

Arnór Snær Guðmundsson úr Hamri á Dalvík lék best íslensku kylfinganna á fyrsta degi opna spænska áhugamannamótsins í gær.

Arnór Snær lék á 71 höggi sem er eitt högg undir pari vallarins sem er staðsettur nærri Barcelona.

130 keppendur taka þátt í mótinu frá 16 þjóðum og er Arnór í 11. - 13. sæti.

Stefán Þór Bogason GR lék á 75 höggum (+3), Henning Darri Þórðarson úr GK lék á 76 (+4) og Björn Óskar Guðjónsson úr Kili Mosfellsbæ lék á 79 höggum (+7).

Helga Kristín Einarsdóttir (NK), Íslandsmeistari í höggleik í flokki 17-18 ára lék á 83 (+11) og Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK lék á 88 höggum (+14).

Netmiðillinn Kylfingur.is greindi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert