Svíinn sigldi framúr McIlroy

Henrik Stenson horfir á eftir kúlunni í Dubai í dag.
Henrik Stenson horfir á eftir kúlunni í Dubai í dag. AFP

Henrik Stenson er með tveggja högga forystu eftir tvo fyrstu hringina á World Tour meistaramótinu í golfi sem nú stendur yfir í Dubai við Persaflóann.

Stenson lék á 66 höggum í dag og er nú samtals á 10 höggum undir pari vallarins. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, sem var fyrstur eftir fyrsta hringinn, lék á 70 höggum í dag og er á 8 höggum undir pari ásamt nokkrum öðrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert