Lengsti bráðabani í sögu mótsins

Greg Chalmers með verðlaunagrip sinn.
Greg Chalmers með verðlaunagrip sinn. AFP

Greg Chalmers fagnaði í morgun sigri á ástralska PGA-meistaramótinu í golfi, en að loknum fjórum hringjum voru þrír heimamenn efstir og jafnir á ellefu höggum undir pari. Chalmers lék síðasta hringinn á 64 höggum og jafnaði um leið efstu menn.

Alls þurfti sjö holu bráðabana á milli Chalmers, Wade Ormsby og Adam Scott sem var ríkjandi meistari, til að skera úr um sigurvegara. Þar datt Ormsby út á þriðju holu en á sjöundu holu fékk Scott skolla og Chalmers hrósaði sigri í annað sinn á þessu móti, en það gerði hann einnig árið 2011.

Þetta var lengsti bráðabani sem leikinn hefur verið á eins sterku golfmóti sem þessu í Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert