Fyrsta degi lokið í Marokkó

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari úr GR, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hófu í dag leik á lokastigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Ólafía lék á 73 höggum og Valdís á 76 höggum en þær léku ekki á sama vellinum.

Leikið er á tveimur völlum í Marokkó og því ekki mikið að marka stöðuna fyrr en eftir morgundaginn þegar allir kylfingarnir 119 verða búnir að leika báða vellina. Ólafía er í ágætum málum að því er virðist í 42. - 53 sæti en Valdís er í 81. - 95. sæti.

Lentu þær ekki í stórum áföllum á hringnum. Valdís fékk fimm skolla og einn fugl en Ólafía fékk fleiri fugla eða þrjá og fjóra skolla. Ólafía komst reyndar á flug á fékk fugla á 5., 6. og 8. holu og var þá á tveimur undir pari samtals. Hún missti hins vegar aðeins dampinn undir restina og fékk skolla á 15. og 17. holu. 

Um þrjátíu efstu kylfingarnir komast áfram á Evrópumótaröðina, LET. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert