Stöðugleiki hjá Bjarka á Miami

Bjarki Pétursson GB
Bjarki Pétursson GB mbl.is/Árni Sæberg

Bjarki Pétursson, kylfingur úr Golfklúbbi Borgarness, hafnaði í 11. - 14. sæti á áhugamannamóti sem lauk á Miami í Bandaríkjunum rétt fyrir jól.

Bjarki lék jafnt og gott golf á mótinu en leiknar voru 72 holur. Hringina fjóra lék Bjarki á 74-73-74-72 höggum og gerir það fimm högg yfir pari.

Mótið heitir Dixie áhugamannamótið og fór fram á tveimur völlum, Heron Bay og TPC Eagle Trace.

Netmiðillinn Kylfingur.is greindi frá þessu og þar kemur fram að mótið eigi sér langa sögu og hafi fyrst verið haldið árið 1924. Þekktir kylfingar úr Ryder-bikarnum eins og Lanny Wadkins og Jesper Parnevik hafa sigrað á mótinu sem og Brandt Snedeker sem gert hefur það gott á PGA-mótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert