Fékk mótorhjól fyrir holu í höggi - myndband

Prayad Marksaeng náði draumahögginu í dag.
Prayad Marksaeng náði draumahögginu í dag.

Prayad Marksaeng frá Tælandi náði draumahögginu þegar hann fór holu í höggi á Hero Indian Open-mótinu í golfi í dag.

Hann var 182 yarda frá holu á fimmtu braut í Delhi, notaði sex-járn og smellhitti boltann sem rúllaði örlítið á flötinni áður en hann lenti í holunni. Fyrir afrekið fékk hann mótorhjól í verðlaun, sem sjá má fyrir aftan hann á myndbandinu hér að neðan.

Þetta í annað skiptið í dag sem leikmaður fer holu í höggi á mótinu, en áður hafði Abhinav Lohan gert það á 17. holu. Engin verðlaun voru þó í boði fyrir það, en Marksaeng gæti kannski boðið honum far á nýja mótorfák sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert