Íslandsvinur í efsta sæti

Íslandsvinurinn Retief Goosen frá Suður-Afríku er einn þeirra sem léku best á fyrsta hringnum á Northern Trust-mótinu á bandarísku PGA-mótaröðinni í gær en mótið fer fram í Kaliforníu. 

Goosen lék á 66 höggum en það gerðu fimm aðrir kylfingar. Þeirra á meðal er annar gamall refur, Vijay Singh frá Fíjí. 

Skor Goosens er athyglisvert því hann hefur átt í ströggli á golfvellinum síðustu árin en kannski er kappinn að ná sér á strik á ný. Goosen kom til Íslands snemma á öldinni og lék á Canon-mótinu á Hvaleyri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert