Tiger má alveg hringja

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Butch Harmon, sem þjálfaði Tiger Woods á árunum 1993-2004, segir það vel koma til greina af sinni hálfu að vinna aftur með kylfingnum sigursæla sem óhætt er að segja að megi muna fífil sinn fegurri. Undir handleiðslu Harmon vann Tiger til 31 titils á PGA-mótaröðinni og 8 risatitla. Á síðustu árum hefur hins vegar ekkert gengið upp hjá Tiger sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá keppni. Harmon kveðst tilbúinn að liðsinna sínum gamla lærisveini, en segir að það verði að vera að frumkvæði Tigers.

„Tiger myndi líklega aldrei biðja mig því ég held að hann sé of stoltur til þess,“ sagði Harmon, sem leist illa á sveifluna hjá Tiger á síðasta móti hans: „Líkaminn hans gat ekki leyft honum að gera það sem hann vildi. Ef ég væri hann myndi ég ekki spila fyrr en ég væri orðinn heill heilsu.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert