Tiger í lyfjabann?

Tiger Woods fyrr í mánuðinum.
Tiger Woods fyrr í mánuðinum. AFP

Orðrómur er nú vestanhafs um að kylfingurinn Tiger Woods hafi fallið á lyfjaprófi fyrir að hafa tekið inn árangursaukandi lyf og að PGA-mótanefndin hafi sett kappann í mánaðarbann.

Dan Olsen kylfingur á PGA-mótaröðinni sagði í viðtali við útvarpsstöð í Bandaríkjunum að Tiger Woods væri kominn í bann og byggði hann þennan orðróm á sterkum heimildum. Þessar fréttir ber þó að taka með fyrirvara.

„Ég var að heyra að búið væri að banna hann og að um væri að ræða mánaðarbann. Þetta er reyndar sterk heimild, mjög trúverðug manneskja sem sagði mér þetta. Þetta eru ekki sterar heldur eitthvað annað,“ sagði Olsen sem taldi að þetta mál ætti eftir að vinda upp á sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert