Vilja frekar vera eins og feitar kindur á beit

Greg Norman.
Greg Norman. Reuters

Kylfingurinn Greg Norman, eða „hvíti hákarlinn“ eins og hann er jafnan kallaður, líkir nútímakylfingum á PGA-mótaröðinni við kindur þar sem þeir séu aðeins of uppteknir af því að vera í efstu 20 sætunum og vera ánægðir með það í stað þess að gera atlögu að fyrsta sætinu.

„Sumir kylfingar virðast bara láta eins og þeir séu vilji vinna. Þeir vilja ekki vera í fyrsta sæti, þeir vilja frekar vera eins og kindur, þeir vilja njóta þess að vera á beit og verða feitir og hortugir,“ sagði Norman við Wall Street Journal.

Norman varð sextugur í febrúar og hefur kannski eitthvað fram að færa en þó eru aðstæðurnar í dag allt öðruvísi en þær voru í þá daga þegar hvíti hákarlinn var upp á sitt besta.

96 kylfingar unnu sér inn meira en milljón dollara í verðlaunafé 2013-2014 en aðeins níu náðu því árið 1996 þegar Norman var grátlega nálægt því að vinna Masters-mótið.

Norman er skemmtileg týpa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert