Gerrard í fótspor Fergusons?

Steven Gerrard.
Steven Gerrard. AFP

Darren Clarke fyrirliði Evrópuliðsins í Ryderbikarnum sem fram fer á næsta ári hefur sagt að hann muni mögulega fá Steven Gerrard fyrirliða Liverpool til þess að segja við liðið nokkur orð þegar þessi sögufræga keppni fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári.

Árið 2014 fékk Paul McGinley þáverandi fyrirliði Evrópuliðsins Sir Alex Ferguson fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United til að halda hvatningsræðu fyrir liðið þegar að Evrópa vann fimm stiga sigur en Gerrard gæti verið næstur í röðinni. 

Gerrard mun búa í Bandaríkjunum þegar að keppnin fer fram þar sem hann hefur þegar samið við knattspyrnuliðið LA Galaxy um að spila með liðinu á næsta tímabili.

„Það eru nokkrir sem ég er með í huga. Gerrard er algjör goðsögn og ef ég myndi gera eitthvað í takti við þetta þá myndi hann vera einhver sem kæmi vel til greina,“ sagði Clarke en Evrópuliðið freistar þess að vinna bikarinn fjórða skiptið í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert