McIlroy að verða of massaður?

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP

Golfþjálfarinn Butch Harmon telur að Rory McIlroy sé mögulega að verða of vöðvastæltur fyrir íþróttina og sé því kannski að fara í þá átt sem Tiger Woods fór.

Ef þú horfir á Tiger og sérð hversu mikið sterkari hann er og horfir svo á Rory núna,“ sagði Butch og hélt áfram.

„Eina viðvörunin sem ég myndi veita Rory er, þar sem ég sé hann oft lyfta mjög þungt í ræktinni, þá hugsa ég að hann geti á vissan hátt næstum því skaðað sjálfan sig og orðið of massaður,“ sagði Butch en þessi mikli sveiflusérfræðingur var eitt sinn þjálfari Tigers Woods og skýtur lúmskum skotum á kappann.

„Hann (Tiger) þarf ekki þjálfara. Hann þarf að fara á æfingasvæðið og taka nokkur högg. Það lítur stundum út fyrir að hann sé ekki að stunda golf heldur „golfsveiflu“. Á þeim tíu árum sem ég þjálfaði hann þá málaði hann alltaf mynd í huganum af högginu sínu. Hann gat séð stefnuna, formið sem höggið tæki á sig. Svo framkvæmdi hann höggið. Það sem ég hef séð af Tiger á undanförnum árum er að hann er eins og vélmenni, að búa sér til líkamsstöðu fyrir sveiflu í stað þess að spila golf,“ sagði Butch.

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert