Íslenskir kylfingar í sviðsljósinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik í Frakklandi í dag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik í Frakklandi í dag mbl.is/Styrmir Kári

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL hefja leik í dag á Open Generali de Dinard meistaramótinu í golfi sem fram fer í Frakklandi. Mótið er hluti af LET Access atvinnumótaröðinni í Evrópu sem er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna á eftir LET Evrópumótaröðinni.

Ólafía, sem tvívegis hefur hampað Íslandsmeistaratitlinum í golfi, 2011 og 2014, hefur leik klukkan 11.15. Valdís, sem einnig er tvöfaldur Íslandsmeistari, 2009 og 2012, hefur leik tíu mínútum síðar en Ólafía eða klukkan 11.25.

Þetta er fyrsta mót keppnistímabilsins og ætla íslensku stúlkurnar að leggja áherslu á þessa mótaröð, LET Acces mótaröðina. Valdís er að hefja sitt annað tímabil á umræddri mótaröð en Ólafía er nýliði. 

Það er til mikils að vinna en stigahæstu keppendurnir í lok tímabilsins vinna sér rétt til að keppa á LET Evrópumótaröðinni, sem er eins og áður sagði sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna í Evrópu. 

Áhugasamir geta fylgst með og sent stúlkunum góða strauma hér.

Valdís Þóra Jónsdóttir slær vonandi vel í dag
Valdís Þóra Jónsdóttir slær vonandi vel í dag mbl.is/Guðmundur Karl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert