Þórður á 5 undir pari í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson.
Þórður Rafn Gissurarson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR, lék gott golf á Casa Green-vellinum í Marokkó í Afríku í vikunni. Þórður hafnaði þá í 8. - 11. sæti á móti á þýsku Pro Golf-mótaröðinni.

Þórður lék hringina þrjá á 69, 72 og 70 höggum sem er fimm högg undir pari vallarins. Þórður var fjórum höggum á eftir sigurvegaranum, Nicolas Meitinger frá Þýskalandi.

Þetta er áttunda mótið hjá Þórði á Pro Golf mótaröðinni - sem er í flokki þriðju sterkustu atvinnumannadeildar Evrópu samkvæmt fréttatilkynningu frá GSÍ. Þar segir ennfremur að um besta árangur Þórðar á árinu sé að ræða.

Hann verður áfram í Marokkó og leikur á öðru móti þar hinn 20. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert