Spennandi lokahringur framundan - Haraldur efstur

Haraldur Franklín Magnús í Vestmannaeyjum í dag.
Haraldur Franklín Magnús í Vestmannaeyjum í dag. Mynd/GSÍ.

Haraldur Franklín Magnús úr GR er efstur fyrir lokahringinn á Securitas-mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi í karlaflokki í Vestmannaeyjum.

Haraldur lék á 65 höggum eða -5 á síðari hringum í dag en hann var á 71 höggi í morgun þegar fyrsta umferðin var leikin. Íslandsmeistarinn frá árinu 2012 er með eitt högg í forskot fyrir lokahringinn og er útlit fyrir mikla keppni á lokakeppnisdeginum.

Ragnar Már Garðarsson úr GKG er á -3 líkt og Hlynur Geir Hjartarson úr GOS, Andri Þór Björnsson GR, Benedikt Sveinsson GK og Stefán Þór Bogason GR.

Staðan í karlaflokknum fyrir lokahringinn:   

1. Haraldur Franklín Magnús, GR 136 högg (71-65) -4
2. – 6. Ragnar Már Garðarsson, GKG 137 högg (69-68) -3
2. – 6. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 137 högg (65-72) -3
2. – 6. Andri Þór Björnsson, GR 137 högg (71-66) -3
2. – 6. Benedikt Sveinsson, GK 137 högg (68-69) -3
2. – 6. Stefán Þór Bogason, GR 137 högg (68-69) -3
7. – 8. Aron Snær Júlíusson, GKG 138 högg (70-68) -2
7. – 8. Rúnar Arnórsson, GK 140 högg (70-68) -2
9. Theodór Emil Karlsson, GM 140 högg (68-72) par

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert