Smáþjóðaleikar Sjálandsskóla - myndir

Smáþjóðaleikar 2015 fara fram í næstu viku í Reykjavík.  Nemendur í 1. - 7. bekk í Sjálandsskóla og nemendur Alþjóðaskólans tóku forskot á sæluna og voru með sína eigin smáþjóðaleika í gær, föstudaginn 29. maí. 

Skipt var niður á fjögur svæði þar sem keppt var í hinum ýmsu íþróttagreinum.  Í hádeginu kom Blossi, lukkudýr leikanna og heilsaði upp á nemendur.  Hann lék allskonar listir eins og að standa á höndum og fara í heljarstökk og vakti mikla lukku hjá nemendum.  

 „Smáþjóðaleikarnir“  þóttu takast vel og nemendur beggja skólanna skemmtu sér vel enda veðrið með eindæmum gott í gær.

Myndir frá leikunum má sjá efst í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert