Mickelson í vafasamri starfsemi

Phil Mickelson.
Phil Mickelson. AFP

Einn sigursælasti kylfingur heims, Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson, komst í fréttirnar í gær á heldur neikvæðan hátt.

Mickelson, sem hefur unnið fimm risatitla á ferlinum, er sagður hafa millifært 363 milljónir íslenskra króna á veðmálabraskara sem notaði peningana til þess að veðja á íþróttakappleiki. Maðurinn, Gregory Silveira, á yfir höfði sér þungan fangelsisdóm vegna málsins, en hann játaði einnig að hafa þvættað peninga fyrir „ónafngreindan viðskiptafélaga,“ eins og segir í frétt ESPN og telja margir að sá sé Mickelson.

Samkvæmt réttargögnum hafa tvö vitni sagt að peningarnir hafi verið í eigu Mickelsons en sjálfur er hann þó ekki rannsakaður. Mickelson hefur áður komist í fréttir vegna veðmála, en árið 2001 fékk hann viðvörun frá PGA-mótaröðinni fyrir að veðja á atburði henni tengda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert