Síðasta holan reyndist Birgi erfið

Birgir Leifur Hafþórsson og sonur hans Ingi Rúnar Birgisson.
Birgir Leifur Hafþórsson og sonur hans Ingi Rúnar Birgisson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst í gær í gegnum niðurskurðinn á AEGEAN Airlines-mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni í Evrópu, en leikið er í Þýskalandi og hefur Birgir lokið leik í dag.

Birgir Leifur lék stöðugt golf í dag og kom í hús á samtals 70 höggum eða einu höggi undir pari. Segja má að hann hafi farið illa að ráði sínu í blálokin, en eftir að hafa leikið hnökralaust golf og fengið þrjá fugla fékk hann skramba á átjándu og síðustu holunni og missti þar með tvö högg.

Birgir Leifur er tólf höggum á eftir efsta manni, Deam Burmester frá Suður-Afríku, en lokahringurinn fer fram á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert