Golfið ekki það mikilvægasta

Signý Arnórsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn.
Signý Arnórsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Hin nýbakaða móðir, Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik í golfi í fyrsta skipti með sigri á Garðavelli á Akranesi í gær. Signý lék afar vel á lokahringnum, á -3 en fór holurnar 72 samtals á einu höggi yfir pari.

Eftir æsispennandi lokahring og mikla baráttu við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur (+3) úr GR og heimakonuna Valdísi Þóru Jónsdóttir (+2) úr Leyni tryggði Signý sér sigurinn á 18. flötinni þar sem taugarnar eru jafnan þandar til hins ýtrasta. Líklega var hún þó ekki stressaðasta manneskjan á svæðinu. Hún vissi nefnilega ekki að hún væri að pútta fyrir sigrinum en það vissi kærasti hennar, kylfusveinn og barnsfaðir, Sævar Ingi Sigurgeirsson. Valdís Þóra var ekki með Signýju í ráshóp og læddist bakdyramegin inn í baráttuna.

„Ég vissi það ekki. Ég er eins og algjör kjáni hérna – ég vissi ekki að Valdís hefði spilað svona svakalega vel. Ég vissi náttúrlega hver staðan á milli mín á Ólafíu var. En nei, ég vissi ekki að þetta væri púttið fyrir sigrinum. Eftir á held ég samt að það hafi verið betra. Hitt hefði sett aðeins meiri pressu,“ sagði Signý við Morgunblaðið á Akranesi í gær en hún og Sævar Ingi eignuðust son, Styrmi Má, fyrir fimm mánuðum.

Sjá viðtal við Signýju í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert