McIlroy dregur sig út úr Bridgestone-mótinu

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP

Rory McIlroy, efsti kylfingur heimslistans, tilkynnti í gær að hann myndi draga sig úr WGC Bridgestone-mótinu í golfi sem fer fram næstu helgi vegna ökklameiðsla. Dyrnar eru því galopnar fyrir hinum unga Jordan Spieth til að ná efsta sætinu á heimslistanum.

„Því miður mun ég ekki geta varið titilinn á Bridgestone-mótinu. Ég óska öllum keppendum góðs gengis og ég hlakka til að snúa aftur á Firestone-völlinn árið 2016,“ sagði Rory McIlroy.

McIlroy meiddist á ökkla í fótboltaleik með félögum sínum í júlí sem olli því að hann missti af Opna breska meistaramótinu, sem Zach Johnson vann. Hann tjáði sig ekki um hvort hann myndi keppa á síðasta risamóti ársins, PGA meistaramótinu, sem hefst 13 ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert