Tiger fór illa að ráði sínu

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Davis Love III hrósaði sigri á Wynd­ham meist­ara­mót­inu í golfi sem  lauk í Norður-Karólínu í kvöld.

Love lék lokahringinn á sex höggum undir pari og lauk keppni á 263 höggum og er hann þriðji elsti maðurinn til að vinna á mót í PGA-mótaröðinni en hann er 51 árs gamall. Jason Gore kom næstur á 264 höggum og Charl Schwartzel, Paul Casey og Scott Brown léku allir á 265 höggum.

Tiger Woods, sem var í öðru sæti fyrir lokahringinn og eygði þar með von um að vinna sitt fyrsta mót í tvö ár, átti ekki góðan lokahring. Hann lék á parinu og endaði keppni á 267 höggum. Hann kemst því ekki í FedExCup úr­slita­keppn­ina sem hefst í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert