Ólafía og Valdís hefja leik í LETAS-mótaröðinni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hefja leik í …
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hefja leik í Finnlandi í dag. Styrmir Kári

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hefja leik í dag á atvinnumóti sem fram fer í Finnlandi. Mótið er hluti af LETAS mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu.

Þetta er 13. mótið hjá Ólafíu á þessu tímabili en hún er í 16. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar af alls 154 kylfingum sem hafa tekið þátt. Valdís Þóra er að leika á sínu 11. móti á þessu tímabili en hún er í 25. sæti á styrkleikalistanum.

Það er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Fimm efstu á stigalistanum fá keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna á næsta tímabili. Þeir sem eru í sætum 6-20 komast síðan beint inn á lokaúrtökumótið í haust og sleppa við fyrra úrtökumótið en þessi mót fara fram í nóvember og desember í Marokkó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert