Axel komst áfram í Danmörku

Axel Bóasson stendur sig vel.
Axel Bóasson stendur sig vel. mbl.is/Styrmir Kári

Kylfingurinn Axel Bóasson úr Keili tryggði sér sæti í næstu umferð úrtökumóts fyrir Nordic Golf mótarröðina, en Axel lék seinni hring sinn af tveimur á Skjoldenæsholm-vellinum í Danmörku í dag.

Axel lék fyrsta hringinn í gær á 67 höggum, fimm höggum undir pari, og deildi hann efsta sætinu með heimamanni. Þessi góði hringur gerði það að verkum að þrátt fyrir að spila seinni hringinn í dag á 75 höggum endaði hann í þrija til fjórða sæti á samtals tveimur höggum undir pari.

Efstu 22 kylfingarnir komust áfram af 79 sem tóku þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert