Haraldur Franklin kylfingur mánaðarins

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr GR, var kjörinn kylfingur mánaðarins í september í sínum riðli í bandaríska háskólagolfinu.

Haraldur spilar fyrir Louisiana Lafayette háskólann og keppti á þremur mótum í mánuðinum og hafnaði á meðal tíu efstu í þeim öllum.

Meðalskor Haraldar var 69,67 högg sem er það 12. besta á landsvísu í bandaríska háskólagolfinu samkvæmt frétt á Golf.is.

Haraldur hefur leikið á pari eða betur á átta hringjum af alls níu og besta skor hans á 54 holum á þessu tímabili er 6 högg undir pari vallar. Því skori náði hann á Sam Hall mótinu þar sem hann endaði í sjöunda sæti. Haraldur endaði í fjórða sæti á -5 höggum undir pari á Sun Belt Conference Fall Preview mótinu.

Hann var á -4 samtals á Cabo Del Sol mótinu þar sem hann varð einnig í fjórða sæti. Haraldur er á lokaári sínu hjá Louisiana - Lafayette háskólaliðinu og hann hefur tvívegis leikið á 67 höggum í móti á þessu tímabili sem er besti árangur hans á háskólaferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert