Tiger Woods verður með í Rydernum

Tiger Woods
Tiger Woods AFP

Tiger Woods verður með í keppninni um Ryder-bikarinn næsta haust með einum eða öðrum hætti. Woods hefur verið valinn til þess að aðstoða fyrirliðann Davis Love III. 

Woods sem glímt hefur við meiðsli síðustu árin mun þó reyna að vinna sig inn í liðið og Love III gæti einnig notað valrétt sinn til að velja Woods í liðið. 

Gerist það ekki mun Woods þá verða einn af aðstoðarmönnum fyrirliðans en þeir Tom Lehman, Steve Stricker og Jim Furyk munu einnig verða honum til halds og trausts. Jim Furyk er einnig í þeirri stöðu að eiga möguleika á því að komast í liðið, miðað við spilamennsku hans síðustu árin. 

Ef til vill undirstrika þessar fréttir vilja Bandaríkjamanna til að endurheimta bikarinn í þessari geysilega vinsælu keppni. Evrópa hefur unnið átta af síðustu tíu keppnum og vilja Bandaríkjamenn skiljanlega snúa dæminu við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert