McIlroy vann lokamótið

Rory McIlroy með glæsilegan verðlaunagrip eftir sigurinn í Dubai í …
Rory McIlroy með glæsilegan verðlaunagrip eftir sigurinn í Dubai í dag. AFP

Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sigraði á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi 2015, World Tour Championships mótinu, sem lauk í Dubai í dag.

Hann lék á samtals 21 höggi undir pari vallarins, spilaði á 68, 68, 65 og 66 höggum, og endaði einu höggi á undan Englendingnum Andy Sullivan sem var með forystuna fyrir lokahringinn. Þriðji varð Branden Grace frá Suður-Afríku sem var á 15 höggum undir pari.

McIlroy lék frábærlega tvo síðustu dagana á mótinu og hann lauk með þessu tímabilinu sem stigahæsti maður Evrópumótaraðarinnar í þriðja sinn á fjórum árum.

„Það var ekki hægt að enda árið 2015 betur og ég get ekki beðið eftir því að hefja keppni á næsta ári," sagði McIlroy við BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert